• facebook
  • instagram

Krakkatími

Ef þau geta gengið, geta þau hoppað! Krakkatími er sérstakur klukkutími fyrir börn fimm ára og yngri þar sem þau fá að njóta sín í trampólíngarðinum.

Krakkatíminn er laugardaga og sunnudag milli 09:00-10:00

Eldri systkini (sem eru orðin fimm ára) mega ekki hoppa með á þessum sérstöku krakkatímum, en þau eru velkomin á venjulegum opnunartímum garðsins.

Hugmyndin er að yngri hopparar fái garðinn algjörlega út af fyrir sig með engum trflunum frá eldri hoppurum. Það að vera innan um marga hoppara sem vilja hoppa með látum og gera allskonar flókna hluti í loftinu getur verið yfirþyrmandi fyrir yngri og lágvaxnari hoppara. Upplifunin í Rush trampólíngarðinum á að vera skemmtileg og ánægjuleg fyrir alla og þess vegna bjóðum við upp á þessa sérstöku krakkatíma.

Við viljum minna á ábyrgðaryfirlýsinguna sem þarf að fylla út fyrir alla hoppara.

Allir krakkar verða að vera í hopp-sokkum frá Rush og kostar parið 300 krónur.

 

*Frítt er fyrir 5 ára og yngri í fylgd með fullorðnum sem hefur greitt aðgangseyrir. 

© 2018 Rush Iceland. All Rights Reserved.