Tvö lið! Margir boltar! Allur völlurinn er trampólín!

Reglurnar eru einfaldar: ef þú færð bolta í þig, þá ertu úr leik. Sá síðasti sem stendur eftir er sigurvegari! 

– May the odds be ever in your favor.

Þetta er skotbolti með tilþrifum. Hægt er að nota trampólínin til að skjótast undan boltum eða til þess að ná þessu meistaralega loftskoti sem þig hefur alltaf dreymt um. Við hjá Rush færum skotbolta á nýtt plan – í loftið!

Fáðu vinhópinn, samstarfsfélagana eða fjölskylduna með þér í magnaðan leik af skotbolta. 

Til þess að gæta allrar sanngirni þá mun umsjónarmaður skotboltavallarins útskýra fyrir ykkur reglurnar, stjórna leiknum og vera dómari. 

„I’ve been to a few trampoline parks over the country and this is by far one of the best.“ – Lucy Colebeck, International GBR Tumbler