Gott er að kynna sér skilmála rush áður en haldið er áfram.

Reglur RUSH ICELAND um vinnslu persónuupplýsinga

RUSH ICELAND, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogi kt. 710717-0440 ber ábyrgð á vinnslu og meðferð persónuupplýsinga sem unnið er með í starfsemi félagsins og telst því ábyrgðaraðili að vinnslunni samkvæmt lögum um persónuvernd.

Við hjá RUSH ICELAND viljum tryggja að öll vinnsla upplýsinga sem varða þig sé eins vönduð og kostur er á. Með það í huga höfum við sett okkur reglur um vinnslu persónuupplýsinga sem er ætlað að tryggja að starfsmenn okkar vinni samkvæmt persónuverndarlögum og í samræmi við góða viðskiptahætti.

Rush Iceland ehf. er trampólíngarður þar sem einstaklingar og hópar geta komið til að hoppa og skemmta sér. Þar má einnig finna veitingasölu. Hægt er að halda upp á afmæli og önnur tilefni í garðinum gegn greiðslu. Um leið og tími er bókaður inná heimasíðu Rush Iceland ehf. þarf að greiða bókunargjald og er það gert í gegnum Book-now.

Hér fyrir neðan eru spurningar og svör sem er ætlað að hjálpa þér að skilja reglurnar betur.

Hverjir falla undir reglurnar?

 • Fyrrverandi, núverandi og verðandi viðskiptavini RUSH ICELAND.
 • Einstaklinga sem eru tengdir þér s.s. fjölskyldumeðlimi.
 • Þá sem heimsækja RUSH ICELAND.
 • Þá sem heimsækja heimasíðu eða samfélagsmiðla sem RUSH ICELAND notar.
 • Fyrrverandi og núverandi starfsmenn RUSH ICELAND.
 • Starfsumsækjendur.

*Reglurnar gilda ekki um lögaðila.

Hvað af þínum persónuupplýsingum er RUSH ICELAND að vinna með?

Hér eru nokkur dæmi um tegundir persónuupplýsinga sem RUSH ICELAND safnar um þig og þína fjölskyldumeðlimi:

Gögn sem auðkenna þig og samskiptaupplýsingar

Nafn, kennitala, heimilisfang, netfang, símanúmer, hjúskaparstaða, fjölskylduhagir, samskiptasaga, o.s.frv. RUSH ICELAND fær þessar upplýsingar m.a. frá þér sjálfum, lögmanni þínum og frá þriðja aðila s.s. Þjóðskrá, o.fl.

Stafrænar upplýsingar

Þú lætur af hendi persónuupplýsingar með óbeinum hætti þegar þú t.d. heimsækir heimasíðu og aðra samfélagsmiðla sem RUSH ICELAND notar. Upplýsingar sem RUSH ICELAND kann að fá með þeim hætti eru t.d. tölvuauðkenni (IPtala), fótspor (e. cookies) o.fl.

Opinberar upplýsingar

Upplýsingar sem eru birtar opinberlega t.d. í fjölmiðlum, á heimasíðum dómstóla, samfélagsmiðlum o.fl.

Í hvaða tilgangi notar RUSH ICELAND persónuupplýsingarnar þínar?

RUSH ICELAND óskar fyrst og fremst eftir upplýsingum um þig í þeim tilgangi að efna skuldbindingar sínar einnig til að veita þér þá þjónustu sem félagið býður upp á. Þær persónuupplýsingar sem RUSH ICELAND vinnur úr eru nýttar í samræmi við tilgang vinnslunnar.

Hér eru nokkur dæmi um í hvaða tilgangi RUSH ICELAND notar persónuupplýsingar þínar:

 • Hafa samskipti við þig og aðra t.d. með markaðsefni o.fl.
 • Senda þér mikilvægar upplýsingar t.d. varðandi breytingar á skilmálum eða öðru tengdu garðinum.
 • Koma auga á og koma í veg fyrir refsiverða háttsemi s.s. fjársvik, peningaþvott o.fl.
 • Leysa úr ágreiningi t.d. vegna slysa eða tjóns.
 • Taka til varna t.d. fyrir úrskurðarnefndum, dómstólum eða svara eftirlitsaðilum.
 • Meðhöndla beiðni frá þér um að fá yfirlit yfir persónuupplýsingar þínar sem eru hjá okkur, leiðréttingu á gögnum eða aðgang að gögnum.
 • Gera markaðsrannsóknir og greiningu, t.d. þjónustukannanir, til að bæta þjónustu okkar.

Vinnsla um börn og aðra ólögráða einstaklinga

Það getur reynst RUSH ICELAND nauðsynlegt að vinna persónuupplýsingar um börn eða aðra ólögráða einstaklinga til að uppfylla þá þjónustu sem óskað hefur verið eftir.

Hvaða heimildir hefur RUSH ICELAND til að vinna með þínar persónuupplýsingar?

Öll vinnsla RUSH ICELAND á persónuupplýsingum skal vera í samræmi við persónuverndarlöggjöf. Heimildir RUSH ICELAND til vinnslu persónuupplýsinga byggja m.a. á:

Samþykki

RUSH ICELAND vinnur persónupplýsingar um þig á grundvelli samþykkis þíns (sbr. 1. tl. 9. gr. laga nr. 90/​2018), t.d. við tryggingatöku og afgreiðslu tjóna. Í þeim tilvikum veitir RUSH ICELAND þér nánari upplýsingar um þá vinnslu persónuupplýsinga sem samþykkið nær til. Þér er heimilt draga samþykki þitt til baka hvenær sem er og þá er þeirri vinnslu sem samþykkið nær til hætt. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á vinnslu persónupplýsinga fram að afturkölluninni en getur haft áhrif á hvort RUSH ICELAND geti veitt þér þjónustu eða efnt samning. Þér er einnig heimilt að neita að afhenda persónuupplýsingar en það getur haft áhrif á þá þjónustu sem við getum veitt þér.

Samningi

Þegar þú stofnar til viðskipta við RUSH ICELAND vinnum við persónuupplýsingar um þig í samræmi við viðhlítandi heimild t.d. í lögum um vátryggingasamninga nr. 30/​2004, almennum skilmálum félagsins, sérskilmálum og sérsamningum um tiltekna vöru (sbr. 2. tl. 9. gr. laga nr. 90/​2018). RUSH ICELAND vinnur jafnframt persónuupplýsingar um þig eftir stofnun viðskipta til að efna samning okkar á milli.

Dæmi um vinnslu sem fer fram á grundvelli samnings:

 • Skráning grunnupplýsinga um þig við stofnun viðskipta.
 • Gerð áhættumats t.d. vegna líf- og sjúkdómatrygginga.
 • Afgreiðsla tjónamála.
 • Greining á stöðu viðskiptavinar með hliðsjón af vöruframboði í þeim tilgangi að bjóða ráðgjöf um vátryggingaþörf.

Lagaskyldu

RUSH ICELAND vinnur persónuupplýsingar um þig í samræmi við ákvæði laga, reglugerða, dómsúrskurða, leiðbeinandi tilmæla á fjármálamarkaði o.fl. (sbr. 3. tl. 9. gr. laga nr. 90/​2018). Eftirlitsaðilar s.s. Fjármálaeftirlitið, skattayfirvöld o.fl. geta á grundvelli lagaákvæða óskað eftir upplýsingum frá RUSH ICELAND um þig og ber okkur að verða við slíkum beiðnum.

Dæmi um vinnslu sem fer fram á grundvelli lagaskyldu:

 • Áreiðanleikakönnun einstaklinga á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
 • Greining og rannsókn á málum er varða peningaþvætti, fjársvik og annars konar refsiverða háttsemi.
 • Varðveisla persónupplýsinga á grundvelli laga um ársreikninga, laga um bókhald o.fl.
 • Miðlun upplýsinga til skattayfirvalda á grundvelli laga um tekjuskatt o.fl.
 • Miðlun upplýsinga til hins opinbera vegna lögboðinna starfsábyrgðartrygginga o.fl.
 • Afgreiðsla tjónamála á grundvelli umferðarlaga o.fl.

Lögmætum hagsmunum

RUSH ICELAND vinnur persónupplýsingar á grundvelli lögmætra hagsmuna ef vinnslan er nauðsynleg til þess að RUSH ICELAND, þriðji aðili eða aðilar sem upplýsingum er miðlað til, geti gætt lögmætra hagsmuna sinna (sbr. 6. tl. 9. gr. laga nr. 90/​2018). Slík vinnsla fer ekki fram ef ljóst er að grundvallarréttindi og frelsi þitt sem krefst persónuverndar vega þyngra en aðrir hagsmunir af vinnslunni.

Dæmi um vinnslu sem fer fram í þeim tilgangi að gæta lögmætra hagsmuna RUSH ICELAND:

 • Að útbúa og senda þér markaðssetningarefni um fríðindi, vörur og þjónustu sem hentar þér.
 • Að þróa og prófa nýja verkferla, viðskiptaferla og upplýsingakerfi til að bæta öryggi, vöru- og þjónustuframboð.
 • Að greina og rannsaka mál þar sem grunur er um fjársvik.
 • Að hafa uppi eða verja réttarkröfu.

Að unnt sé að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur

RUSH ICELAND er heimilt að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar ef það er nauðsynlegt í þeim tilgangi að setja fram eða verjast réttarkröfu (sbr. 6. tl. 11. gr. laga nr. 90/​2018). Hér er því um að ræða mál sem eru rekin fyrir stjórnvaldi t.d. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum eða almennum dómsstólum.

Hverj­ir vinna með per­sónu­upp­lýs­ing­arn­ar þínar?

Það eru fyrst og fremst starfsmenn RUSH ICELAND sem vinna með persónuupplýsingar þínar.

Í samræmi við eðli starfseminnar kann að reynast nauðsynlegt að afhenda persónuupplýsingar til vinnsluaðila og/​eða þriðju aðila. Dæmi um slíka aðila má nefna t.d.:

 • önnur vátryggingafélög,
 • endurtryggjendur,
 • vátryggingamiðlara og umboðsmenn vátrygginga,
 • einstaklinga með umboð fyrir þína hönd o.fl.,
 • heilbrigðisstarfsmanna,
 • rannsóknaraðilar s.s. Aðstoð og öryggi.

Jafnframt gæti RUSH ICELAND þurft að veita persónuupplýsingar til ýmiss konar þjónustuaðila t.d.:

 • öryggisstarfsfólks,
 • endurskoðenda,
 • sérfræðinga s.s. lögmanna
 • ferða- og sjúkratryggingaraðila,
 • hýsingar-/þjónustuaðila,
 • auglýsinga og markaðsráðgjafa.

Loks kann RUSH ICELAND að vera skylt t.d. samkvæmt lögum að veita persónuupplýsingar til opinberra aðila svo sem:

 • Sjúkratrygginga Íslands,
 • Vinnueftirlitsins,
 • skattayfirvalda,
 • lögregluyfirvalda,
 • dómstóla,
 • eftirlitsaðila o.fl.

Starfsmenn RUSH ICELAND, vinnsluaðilar, samstarfsaðilar o.fl. eru bundnir þagnarskyldu um þau atriði sem þeir fái vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum eða eðli máls. Þagnarskyldan helst þó starfsmaður láti af störfum.

Ra­f­ræn vökt­un og hljóðrit­un sím­tala

 • Rafræn vöktun fer fram með eftirlitsmyndavélum á þjónustuskrifstofum RUSH ICELAND.
 • Símtöl til og frá RUSH ICELAND kunna að vera hljóðrituð. RUSH ICELAND ábyrgist ekki að öll símtöl sé hljóðrituð.
 • Önnur rafræn vöktun getur falist í hvernig þú auðkennir þig, aðgerðarskráning t.d. á Mitt RUSH ICELAND.

 Varðveislu­tími gagna

RUSH ICELAND varðveitir gögn og upplýsingar á öruggan hátt í þann tíma sem viðskiptavinir eða aðrir kunna að byggja réttindi sín á upplýsingunum, þ.e. eins og lög mæla fyrir um eða svo lengi sem málefnaleg ástæða er til. Þegar ekki þykja lengur málefnalegar ástæður til að varðveita upplýsingar er það metið hvort þeim skuli eytt eða eftir atvikum gerðar ópersónugreinanlegar/​dulkóðaðar.

Dæmi um varðveislutíma persónuupplýsinga eru eftirfarandi:

 • Vátryggingarbeiðnir, samningsgögn og tjónagögn þín eru varðveitt á meðan að viðskiptasambandið varir en kann að vera eytt í samræmi við fyrningarreglur laga þegar þannig háttar.
 • Í samræmi við leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 2/2014 um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila varðveitir félagið viðskiptafyrirmæli í a.m.k. 5 ár.
 • Í samræmi við lög um bókhald nr. 145/1994 varðveitir RUSH ICELAND bókhaldsgögn í a.m.k. 7 ár frá lokum viðkomandi reikningsárs.
 • Í samræmi við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 64/2006 varðveitir RUSH ICELAND afrit af persónuskilríkjum vegna kaupa á líftryggingum í a.m.k. 5 ár frá lokum viðskipta.
 • RUSH ICELAND varðveitir tiltekin gögn um þig ótímabundið t.d. upplýsingar um hvaða vátryggingavernd þú hefur keypt, tjónaupplýsingar o.fl.

Réttindin þín

Í persónuverndarlögum eru þér tryggð tiltekin réttindi varðandi persónuupplýsingar þínar. Til að gæta öryggis er nauðsynlegt að þú auðkennir þig þegar þú óskar eftir að nýta rétt þinn skv. lögunum. Það gerir þú með því að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum á Mitt RUSH ICELAND.

Réttindi þín geta vera háð takmörkunum meðal annars vegna lagaákvæða og reglna, hagsmuna annarra o.fl.

Aðgangur að þínum persónuupplýsingum

Þú átt rétt á að fá upplýsingar frá RUSH ICELAND um hvort unnið sé með persónuupplýsingar, tilgang vinnslu, heimildir vinnslu, varðveislutíma o.fl. Þú átt einnig rétt á að fá aðgang að þínum upplýsingum.

Flytja þínar persónuupplýsingar

Þú átt rétt á að fá persónuupplýsingar um þig, sem þú hefur sjálfur afhent RUSH ICELAND eða heimilað RUSH ICELAND að afla, afhentar. Jafnframt átt þú rétt á að RUSH ICELAND flytji þær upplýsingar, að þinni ósk, til annars ábyrgðaraðila sé það mögulegt.

Réttur til leiðréttingar eða eyðingar persónuupplýsinga

Þú átt rétt á að koma á framfæri upplýsingum um t.d. breytt heimilisfang, dvalarstað, pósthólf o.fl. Þú getur breytt þessum upplýsingum t.d. með stillingum á Mitt RUSH ICELAND, með tölvupósti til okkar eða á næstu þjónustuskrifstofu RUSH ICELAND.

Þú átt rétt á að láta leiðrétta rangar persónuupplýsingar um þig. Einnig getur þú átt rétt á að láta eyða persónuupplýsingum um þig en vakin er athygli á því að rétturinn er ekki takmarkalaus. RUSH ICELAND varðveitir ákveðna gagnaflokka í tiltekinn tíma með hliðsjón af t.d. fyrningarreglum krafna.

Réttur til að andmæla eða takmarka vinnslu persónuupplýsinga

Þú átt rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga sem tengist beinni sölu og markaðssetningu.

Þú átt rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna. Eigi andmælin rétt á sér stöðvar RUSH ICELAND alla vinnslu umræddra upplýsinga.

Þú getur átt rétt á að vinnsla persónuupplýsinga um þig sé takmörkuð tímabundið, t.d. ef þú telur að:

 • Persónuupplýsingar um þig séu ekki réttar.
 • RUSH ICELAND hafi ekki heimild til vinnslunnar.
 • RUSH ICELAND þurfi ekki lengur á persónuupplýsingum þínum að halda.

RUSH ICELAND áskilur sér rétt til að neita að verða við beiðni þinni um nýtingu á framangreindum réttindum sem er augljóslega óhófleg.

Þú getur óskað eftir yfirliti yfir persónuupplýsingar þínar inni á Mitt RUSH ICELAND undir valmyndinni stillingar og á grundvelli þess ákveðið hvort þú viljir nýta þér einhver framangreindra réttinda.

Gott fyrir þig að vita!

Öryggi

RUSH ICELAND hefur sett sér skriflega stefnu um upplýsingaöryggi. Stefna um upplýsingaöryggi hefur það að markmiði að stuðla að öruggu og traustu umhverfi viðskiptavina. Stefnan byggir, ásamt öðru, á þeim trúnaði og heilindum sem félagið vill gæta gagnvart hagsmunaaðilum, þ.m.t. viðskiptavinum, hluthöfum, og samstarfsaðilum.

Við alla vinnu í tengslum við upplýsingaöryggi tekur RUSH ICELAND mið af staðli um upplýsingaöryggi, ISO 27001, og leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins nr.2/​2014 um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila.

Öryggisbrestur

Komi upp öryggisbrestur við vinnslu persónuupplýsinga þar sem staðfest er eða grunur leikur á  að persónuupplýsingar þínar hafi komist í hendur óviðkomandi aðila er Persónuvernd, og eftir atvikum þér, tilkynnt um öryggisbrest nema hann hafi ekki í för með sér mikla áhættu fyrir einstaklinga.

Aðgangsstýringar

Upplýsingar um hina skráðu hjá RUSH ICELAND eru aðgangsstýrðar og takmarkaðar við þá starfsmenn félagsins sem vinna með viðkomandi gögn vegna starfs síns.

Ef þú hefur ástæðu til að ætla að samskipti þín við okkur séu ekki örugg eða ekki sé gætt nægilega að öryggi persónuupplýsinga þinna hjá félaginu er þess að óskað að þú tilkynnir okkur það strax. (Sjá kaflann „Við hvern getur þú haft samband ef þig vantar upplýsingar um meðhöndlun persónuupplýsinga hjá RUSH ICELAND“.)  

Notkun fótspora (e. Cookies)

RUSH ICELAND vekur athygli á að þegar farið er inn á vis.is og þjónustuvef félagsins, Mitt RUSH ICELAND, vistast fótspor í tölvu notandans. Fótsporin eru smáar textaskrár sem greina heimsóknir og geyma kjörstillingar með það að markmiði að bæta notendaupplifun.

Flestir vafrar taka sjálfvirkt við fótsporum. Viljir þú ekki njóta ávinningsins af fótsporum getur þú afvirkjað þennan eiginleika í vafranum þínum. Á heimasíðu Microsoft er hægt að finna upplýsingar um hvernig hægt er að afvirkja fótspor. Ítarlegar upplýsingar um fótspor.

Vefmælingar

RUSH ICELAND notar Google Analytics og Siteimprove til vefmælinga og viðhalds m.t.t. gæða og aðgengis á vefjum sínum. RUSH ICELAND nýtir upplýsingarnar til að skoða hversu mikið vefsíður félagsins eru notaðar og hvaða efni notendur eru áhugasamir um og aðlagar þannig vefsíður félagsins betur að þörfum notenda. Google Analytics og Siteimprove fá ópersónugreinanleg gögn frá RUSH ICELAND en RUSH ICELAND deilir ekki persónugreinanlegum gögnum notenda af vefnum til þriðja aðila.

SSL skilríki

Á vef RUSH ICELAND er hægt að fylla út form t.d. vegna tjóna og tilboða. Vefir RUSH ICELAND eru með SSL skilríki til að gera samskipti og gagnaflutning öruggari. SSL skilríki dulkóða upplýsingar og veita þannig vörn gegn því að utanaðkomandi aðilar komist yfir viðkvæm gögn líkt og lykilorð eða persónuupplýsingar.

Athygli er vak­i á því að vefur RUSH ICELAND er hýstur hjá hýsing­araðila sem er vottaður skv. ISO 27001 sem er alþjóðleg upplýsingaöryggisvottun.

Hlekkir

Vefir RUSH ICELAND geta innihaldið hlekki á aðrar vefsíður og ber RUSH ICELAND ekki ábyrgð á efni þeirra né öryggi notenda þegar farið er af vefsvæði RUSH ICELAND. Að auki berum við enga ábyrgð á efni vefsíðna sem hlekkja á vefsíðu RUSH ICELAND.

Afbókun og endurgreiðsla 

Ef mætt er of seint í bókaðan tíma færum við bókunina yfir á næsta lausa tíma.  

Ef afbókað er með meira en þriggja daga fyrirvara fæst staðfesingargjaldið  af afmælum og hópum endurgreitt, annars ekki. 

Ef undir einhverjum kringumstæðum Rush Iceland ehf. þarf að loka garðinum tímabundið þá endurgreiðum við öllum þeim sem eiga bókaðan tíma á þeim tíma sem lokað er.   

Endurgreiðsla fer inn á sama kort eða reikning og greiðslan sem gerð var til Rush Iceland ehf. fór í gegnum. Við endurgreiðum ekki gjafabréf.  

Hvernig getur þú haft samband ef þig vantar upplýsingar

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir við reglur þessar biðjum við þig um að hafa samband við persónuverndarfulltrúa RUSH ICELAND í gegnum netfangið info@rushiceland.is eða með því að senda bréf stílað á Persónuverndarfulltrúa RUSH ICELAND, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi. Einnig er hægt að beina erindum beint til Persónuverndar sbr. upplýsingar á heimasíðu stofnunarinnar.

Rush Iceland ehf.  
Kennitala: 170771-0440 
Dalvegi 10-14 
203 Kópavogur