Páskanámskeið 6-8.apríl 2020

Páskanámskeið Rush Iceland hefst 6. apríl 2020

Námskeiðslýsing

Á námskeiðunum fer fram almenn kennsla á trampólíni þar sem reynir á þor, kænsku og hugrekki. Börnin læra ákveðna tækni við hinum ýmsu stökkum og hoppfimi eins og handahlaup, kollhnís og húlla ásamt ýmsum þrekæfingum og í lokin verður boðið frjáls tími þar sem þau æfa sig og leika sér eins og þeim einum er lagið.

Til þess að námskeið fari fram þurfa að lágmarki 10 að skrá sig. Hámark í hvern hóp eru 20 krakkar.

Þau fá öll flotta og litríka boli sem þau klæðast á námskeiðinu og eiga síðan eftir námskeiðið.

Boðið verður upp á ávaxtastund en gott er að koma með nesti fyrir hádegishléið

Fyrir hvern?

Fyrir börn 6-12 ára (börn fædd 2008-2013).

Leiðbeinendur

Leiðbeinendur námskeiðanna eru starfsmenn Rush Iceland sem hafa unnið með börnum og við þjálfun 🙂

Verð

16.900,- kr

Tími

Dagana 6-8.apríl kl. 9:00-13:00

Skráning

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á namskeid@rushiceland.is. Það þarf að koma fram nafn barns, aldur, nafn foreldra/forráðamanns og símanúmer.