Koddaslagur með lendingu á loftdýnu

Hvort ykkar á að setja í næstu þvottavél? Hver fær að velja hvað á að horfa á í sjónvarpinu á eftir? Hver í vinahópnum kaupir fyrstu umferð á barnum í kvöld? Útkljáið deilumálin með koddaslag!

Í koddaslag hjá Rush keppið þið, einn á móti einum, og sigurvegarinn stendur eftir á ránni á meðan sá sem tapar fellur af ránni með mjúkri lendingu á loftdýnu.

Koddaslagur er æsispennandi keppni og frábær skemmtun á sama tíma sem við mælum eindregið með að prófa.