Ábyrgðaryfirlýsing

Ábyrgðaryfirlýsing

Takmörkun ábyrgðar Rush Iceland

Með yfirlýsingu þessari staðfesti ég eftirfarandi:

 • Viðvera mín innan Rush skemmti- og trampólíngarðsins er alfarið á eigin ábyrgð hvort sem um er að ræða notkun og/eða athafnir mínar í hvers konar tækjum Rush eða þátttöku í einstökum viðburðum á vegum Rush.
 • Ég hef fengið kynningu og séð kynningarmyndband Rush á öryggisatriðum.
  Ég mun fylgja leiðbeiningum sem ég fæ eða sé á meðan ég er innan veggja Rush en leiðbeiningarnareru til þess að lágmarka hættu á að ég slasist eða meiðist á meðan ég nota tæki, búnað eða aðra aðstöðu Rush.
 • Ég samþykki og ber ábyrgð á tjóni sem ég veld á tækjum eða öðrum einstaklingum vegna athafna minna eða framkomu sem eru andstæðleiðbeiningum sem gilda hjá Rush. 
 • Ég ber ábyrgð á persónulegum munum í húsakynnum Rush, svo sem fjármunum, veski, yfirhöfnum, farsíma o.þ.h. Rush tekur enga ábyrgð á lausamunum mínum sem glatast eða er stolið í húskynnum Rush.
 • Hvers konar notkun áfengis- og vímuefna er óheimil innan veggja Rush og ég er ekki undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna þegar ég nota aðstöðu Rush
 • Rush hefur rétt til þess að neita mér aðgang að tækjum Rush og/eða vísa mér brott án endurgreiðslu ef starfsfólk Rush telur framkomu mína eða athafnir ógna öryggi innan veggja Rush eða hafi áhrif á að öryggi annarra gesta sé ógnað.
 • Ég hef fullnægjandi heilsu til að nota tæki og búnað Rush og engin heilsuvandamál hrjá mig sem geti haft áhrif á öryggi mitt eða annarra gesta Rush.
 • Barnshafandi konum er óheimilt að nota tæki og búnað Rush.
 • Að Rush er vaktað með myndavélum í því skyni að tryggja öryggi og eftirfylgni viðskiptavina með leiðbeiningum Rush.
 • Með því að skrá nafn mitt (foreldrar eða aðrir ábyrgðaraðilar í tilviki barna) með rafrænum hætti á vef Rush Iceland, veiti ég samþykki mitt og staðfestingu á ábyrgðaryfirlýsingu þessari. Ábyrgðayfirlýsing þessi er vistuð með rafrænum og öruggum hætti í gagnabanka Rush sem einungis afmarkaður og rekjanlegur hópur starfsmanna hefur aðgang að.. Vistun og meðferð upplýsinganna munu ávallt vera í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og persónuverndarstefnu Rush sem sett er á grundvelli gildandi persónuverndarlöggjafar.
 • Ég er upplýstur um að yfirlýsing þessi er ótimabundin samningur milli mín og Rush vegna þeirra atriða sem finna má í ábyrgðaryfirlýsingu þessari.