Frjálst hopp

Frjálst hopp hjá Rush er aðgangur að öllum trampólínum garðsins þar sem þú getur notið þín og hoppað veggjanna á milli – já þú getur bókstaflega hoppað á veggjunum! Tilvalið fyrir einstaklinga og vini sem vilja tilbreytingu í daglegri hreyfingu.

ATh. Aldurstakmarkið í frjálst hopp er 6 ára (miðað er við grunnskólaaldur). Börn á aldrinum 0-5 ára mega eingöngu koma í garðinn í krakkatímum. Þannig er tryggt að þau hoppa ekki með öðrum eldri börnum, aðeins börnum á svipuðum aldri og af svipaðri stærð og þyngd. 

Þú getur valið að hoppa í 60, 90, 120 eða 180 mínútur.