Ef þau geta gengið,
geta þau hoppað!

Krakkatími er sérstakur tími fyrir börn 5 ára og yngri þar sem þau fá að njóta sín í garðinum.

Krakkatíminn er laugardaga og sunnudaga frá 10:00-12:00

Hugmyndin er að yngri hopparar fái garðinn algjörlega út af fyrir sig. Það að vera innan um marga hoppara sem vilja hoppa með látum og gera allskonar flókna hluti í loftinu getur verið yfirþyrmandi fyrir yngri og lágvaxnari hoppara. Upplifunin í Rush trampólíngarðinum á að vera skemmtileg og ánægjuleg fyrir alla og þess vegna bjóðum við upp á þessa sérstöku krakkatíma. 

Rush uppfærir öryggisreglur

Okkur í Rush er annt um öryggi allra sem hoppa og skoppa hjá okkur. Til þess að tryggja öryggi hoppara á öllum aldri höfum við gert eftirtaldar breytingar á aldurstakmarki í garðinn.

  1. Framvegis verða krakkatímar eingöngu fyrir börn á aldrinum 0-5 ára og forráðamenn þeirra. Eldri börn, s.s. systkini, mega ekki fara með yngri börnum í þessa tíma, aðeins forráðamenn.
  2. Börn á aldrinum 0-5 ára mega eingöngu koma í garðinn í krakkatímum. Þannig er tryggt að þau hoppa ekki með öðrum eldri börnum, aðeins börnum á svipuðum aldri og af svipaðri stærð og þyngd.