Afmæli Rush

Haltu hoppandi skemmtilegt afmæli! Allir ELSKA að hoppa! Afmælin hjá okkur skapa upplifun og minningar sem gleymast aldrei. Dodgeball keppni, klifur í ninjabrautinni , hopp í gryfjunum eða hopp og skopp á öllum trampólínunum í garðinum. Óháð getu eða aldri er þetta frábær leið til að skemmta sér saman. Við bjóðum börnum 6 ára og eldri að halda afmæli í Rush.

Rush uppfærir öryggisreglur

Okkur í Rush er annt um öryggi allra sem hoppa og skoppa hjá okkur. Til þess að tryggja öryggi hoppara á öllum aldri höfum við gert þær breytingar að börn 0-5 ára er eingöngu hleypt inní garðinn á krakkatímum okkar sem er um helgar milli kl.10:00 og 11:00. Þau mega því ekki koma með sem gestir í afmæli. 

Lágmarksfjöldi: 10 manns

Bjóddu gestunum að koma 15 mínútum fyrir upphafstíma til að innrita sig, fá sokka og armband. Við bjóðum upp á pizzur og hægt er að velja um margaritu, með pepperoni eða með skinku. Allir fá ávaxtasafa og frostpinna. í boði er að koma með köku og annað meðlæti með veitingunum.

Bóka afmæli