Upplifðu frelsi til að hoppa!

Frjálst hopp hjá Rush er aðgangur að öllum trampólínum garðsins þar sem þú getur notið þín og hoppað veggjanna á milli – já þú getur bókstaflega hoppað á veggjunum! Tilvalið fyrir einstaklinga eða vonahópa sem vilja tilbreytingu í daglegri hreyfingu.

Frjálst hopp er fyrir alla aldurshópa en við mælum með að börn fimm ára og yngri komi á ákveðnum krakkatímum þar sem þau fá að njóta sín betur.

ATH. Einn fullorðin, 18 ára og eldri mega koma með tvö börn 0-5 ára þar sem þau eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna í garðinum og þarf að hoppa með börnunum í garðinum.

Hafðu í huga að um helgar er meira að gera og til þess að tryggja þér tíma til að hoppa mælum við með að þú pantir tíma fyrirfram á netinu og fyllir út ábyrgðaryfirlýsingu í leiðinni, það flýtir fyrir þér þegar þú mætir á staðinn.

Athugið: Rush ábyrgðaryfirlýsing er skilyrði fyrir hvern hoppara (þeir sem eru undir 18 ára aldri verða að fá undirskrift frá foreldri eða forráðamanni). Ef yfirlýsingin er ekki réttilega fyllt út getum við því miður ekki leyft aðgöngu að trampólíngarðinum – svo endilega skoðið yfirlýsinguna og fyllið hana út.

Rush hopp-sokkar eru skilyrði fyrir alla hoppara. Þeir eru þín eign svo við mælum með að passa vel upp á sokkana og mæta með þá aftur næst þegar þú kemur og hoppar – þeir eru líka voða kósý heimasokkar.