Bjóddu öllum vinum þínum í öðruvísi afmæli.

Rush trampólíngarður er snilldar staður til að halda upp á afmæli. Við bjóðum foreldrum og forráðamönnum að njóta sín á meðan við sjáum um að afmælisveislan verði frábær skemmtun! Lágmarksfjöldi gesta í afmælisveislu eru 10 gestir en við getum tekið á móti allt að 40 gestum í hverju afmæli.

Afmælispakki 1

3250 kr á hvern gest

 • 60 mínútur frjálst hopp í garðinum.
 • Eitt par af hopp-sokkum fyrir hvern afmælisgest.
 • Krap handa öllum afmælisgestum og frímiði fyrir krap sem hægt er að nota næst þegar komið er að hoppa.
 • Pizza og Gos/Safi.
 • Kaffi handa þeim sem vilja.
 • Afmælisgjöf frá Rush handa afmælisbarninu/börnunum.

Afmælispakki 2

3750 kr á hvern gest

 • 90 mínútur frjálst hopp í garðinum.
 • Eitt par af hopp-sokkum fyrir hvern afmælisgest.
 • Krap handa öllum afmælisgestum og frímiði fyrir krap sem hægt er að nota næst þegar komið er að hoppa.
 • Pizza og Gos/Safi.
 • Kaffi handa þeim sem vilja.
 • Afmælisgjöf frá Rush handa afmælisbarninu/börnunum.

Við hjá Rush getum boðið upp á afmæliskökur í afmælum en þær þarf þá að sérpanta í gegn um okkur. Það er allt í lagi að koma með köku sjálf sem og annað meðlæti með veitingunum (t.d. ávexti, snakk eða popp).

Frekari upplýsingar um afmælisveislur má nálgast í síma  5193230 eða í gegn um tölvupóst sala@rushiceland.is

Hægt er að panta afmælisveislu hér.

Munið eftir ábyrgðaryfirlýsingunni fyrir alla gesti afmælisins sem vilja hoppa á trampólínunum. Hægt er að nálgast  eyðublaðið hér.

Algengar spurningar um afmælisveislur

Hvernig panta ég afmælisveislu?

Hægt er að panta afmælisveislu hér. Þú færð síðan svar innan 48 klukkutíma með tölvupósti til staðfestingar um að afmælisveislan þín hafi verið bókuð. Athugið að það þarf að greiða staðfestingargjald þegar afmælisveisla er pöntuð sem er einnig forfallatrygging.

Hvenær þarf að staðfesta fjölda afmælisgesta?

Best er að taka fram fjölda afmælisgesta þegar pantað er. Það er allt í lagi ef fjöldinn breytist en þið borgið það sem er eftirstandandi eftir afmælisveislu og þá aðeins fyrir þann fjölda sem kom í afmælið.

Hver er lágmarks fjöldi afmælisgesta?

Lágmarks fjöldi afmælisgesta er 10 gestir. Aftur á móti getum við haldið veislur fyrir 40 gesti og jafnvel fleiri.

Verða foreldrar að vera viðstaddir veisluna?

Æskilegt er að foreldri eða forráðamaður afmælisbarnsins sé á staðnum á meðan afmælisveislunni stendur.

Meiga yngri systkini vera með á trampólínunum?

Systkini eldri en fimm ára er velkomið að hoppa með. Systkinið er talið með sem afmælisgestur og því þarf að greiða fyrir það líka.

Má afmælisveislan byrja á veitingunum?

Þar sem saddir magar og hopp eiga ekki samleið þá byrja afmælisveislurnar alltaf á trampólínunum og veitingar eru framreyddar þegar búið er að hoppa.

Aðstoðið þið við afmælisveisluna?

Starfsfólk á okkar vegum sér um afmælisveisluna. Það er allt til alls hjá okkur – diskar, glös, hnífapör og kökuhnífar ef það þarf.

Hvenær þarf að ganga frá greiðslu fyrir afmælið?

Greiða þarf staðfestingargjald þegar afmælisveisla er bókuð. Ganga þarf frá lokagreiðslu fyrir afmælið 7 dögum fyrir bókaðan dag.

Hver er stefna ykkar varðandi afbókun á afmælisveislu?

Hægt er að afbóka afmælisveislu með þriggja daga fyrirvara. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.